18.04.1968
Neðri deild: 101. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1508 í B-deild Alþingistíðinda. (1375)

8. mál, sala Setbergs o.fl.

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég sé nú ekki ástæðu til að flytja um þetta brtt., því að hér er einungis um heimild að ræða. En eins og ég segi, þá finnst mér alveg saklaust, að það sé flutt hrtt. af þeim, sem vilja láta athuga málið nánar, og það getur ekki komið illa við BSRB þó að slík till. sé flutt eða yrði samþykkt eftir þær yfirlýsingar, sem hv. síðasti ræðumaður gaf, að þetta er gert í góðu skyni og til þess að greiða fyrir málinu, miðað við hans skilning. En það er eðlilegt, að þeir flytji brtt., sem telja hana til bóta, en ekki hinir, sem telja hana með öllu óþarfa.