19.04.1968
Neðri deild: 102. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1539 í B-deild Alþingistíðinda. (1412)

185. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Frsm. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. hefur haft til athugunar frv. það, sem hér liggur fyrir um breyt. á l. um Húsnæðismálastofnun ríkisins. Aðalbreytingin er í því fólgin, að frv. gerir ráð fyrir að nokkuð verði komið til móts við þær óskir, sem uppi hafa verið um það, að fellt verði niður vísitöluálag á afborganir og vexti nokkurs hluta þeirra lána, sem húsnæðismálastjórn hefur veitt á undanförnum árum. Frv. gerir ráð fyrir, að þessum óskum verði mætt að þessu sinni að hálfu leyti. Þá kom inn í frv. í hv. Ed.gr. frá því, sem var, er það var lagt fyrst fyrir, og er nú 3. gr. og er um það, að húsnæðismálastjórn sé heimilt að lána byggingarmeisturum, sem fjölbýlishús byggja, lán út á húsin, en lánið yfirfærist síðar á þá, sem íbúðirnar kaupa. Verður að telja þetta til bóta í sambandi við þessi mál, og hefur heilbr.- og félmn. einróma lagt til, að frv. verði samþ. óbreytt, eins og það kom frá hv. Ed.