26.03.1968
Efri deild: 75. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1546 í B-deild Alþingistíðinda. (1440)

170. mál, eftirlit og mat á fiski og fiskafurðum

Jón Árm. Héðinsson:

Herra forseti. Það er nú orðið áliðið fundartímans, og það er synd að vera að tefja umræður mikið lengur, en ég sakna eins þáttar við endurskipulagningu á Fiskmati ríkisins og hann er sá, hvað verður um fræðslu þá, sem fiskmatsstjóri hefur gengizt fyrir venjulega einu sinni á ári. Ég sé ekki, að það standi hér neitt í því efni og þó er ætlazt til, að til séu nægir og hæfir menn - verulega hæfir menn til að framkvæma það mikla mat, sem l. ganga út frá. Ég vildi ekki tefja tímann meira, en aðeins gera fsp. um það. Verður einhver breyting þar á eða er hugsað, að sama form verði á fræðslu, þó að ekki séu um það rætt í þessu frv. sérstaklega?