16.04.1968
Efri deild: 89. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1782 í B-deild Alþingistíðinda. (1662)

110. mál, búnaðarmálasjóður

Frsm. (Steinþór Gestsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir til 2. umr., er komið frá Nd. og flutt af landbn. þeirrar hv. d. að ósk landbrn. og stjórnar Bændahallarinnar í Reykjavík. Frv. var vísað til landbn. og hefur hún kynnt sér þær umsagnir og þær upplýsingar, sem lágu fyrir landbn. Nd. um þessi efni, og að þeirri athugun lokinni metið þau rök, sem mæla með samþykkt frv., gild og mælir því með því, að frv. verði samþ. eins og það liggur hér fyrir á þskj. 562. Einn nm. var fjarstaddur, þegar málið var afgreitt í n. Eins og fram kemur í nál. landbn., þá mælir n. með því, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir á þskj. 562.