06.11.1967
Neðri deild: 13. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 231 í B-deild Alþingistíðinda. (175)

19. mál, lögræði

Frsm. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Á síðasta Alþingi var lagt fyrir frv. til stjórnskipunarlaga um breyt. á 33. gr. stjórnarskrárinnar, og var það samþ. Hefur það nú verið lagt aftur fyrir það þing, sem nú situr, til staðfestingar. Þegar þetta frv, kom fyrir, var því lýst yfir, að eðlilegt væri, að önnur aldursmörk, sem byggðu á líkum sjónarmiðum til að taka ákvarðanir í eigin málum, verði lækkuð með samsvarandi hætti.

Þetta frv. um breyt. á l. um lögræði gerir ráð fyrir því að lækka aldurinn úr 21 ári í 20 ár, og hefur allshn. haft þetta frv. til athugunar og leggur einróma til, að það verði samþykkt.