17.04.1968
Efri deild: 93. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1811 í B-deild Alþingistíðinda. (1774)

56. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Ásgeir Bjarnason):

Herra forseti. Samkv. frv. þessu er lagt til að breyta 101. gr. sveitarstjórnarlaga á þann veg, að sá hluti af tekjum hreppsfélaga, sem fer til sýslusjóða og hefur verið miðaður við verkfæra menn, þ. e. á aldrinum 20–60 ára, verði í þess stað miðaður við íbúatölu viðkomandi sveitarfélags. Hér getur varla verið um stórvægilega breytingu að ræða, er hafi veruleg áhrif á gjaldabyrðir einstakra hreppsfélaga, þar sem aðeins þriðjungur tekna sýslusjóðs miðast við verkfæra menn, en 1/3 er tekinn eftir fasteignamati og 1/3 eftir samanlögðum nettótekjum og nettóeign.

Heilbr.- og félmn. mælir því einróma með því, að frv. þetta verði samþykkt.