16.10.1967
Sameinað þing: 3. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 2190 í B-deild Alþingistíðinda. (1992)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Eins og þm. hefur verið birt, hefur Björn Pálsson, 5. þm. Norðurl. v., óskað eftir því, að varamaður tæki sæti sitt á Alþingi um skeið. 1. varamaður Framsfl. í Norðurl. v. er Jón Kjartansson forstjóri. Það er kunnugt, að hann er erlendis um þessar mundir og ekki væntanlegur alveg næstu daga. 2. varaþm. Framsfl. í Norðurl. v. er Magnús Gíslason bóndi á Frostastöðum. Hann hefur sent hingað skeyti, þar sem hann tilkynnir, að vegna forfalla geti hann ekki mætt á Alþingi. 3. varaþm. Framsfl. í þessu kjördæmi er Guðmundur Jónasson bóndi í Ási, og er hann mættur hér. Hefur kjörbréfanefnd nú athugað kjörbréf hans og ekkert fundið við það athugavert og leggur því einróma til, að kosning hans sé tekin gild og kjörbréfið samþykkt.