16.01.1968
Sameinað þing: 27. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 2194 í B-deild Alþingistíðinda. (2007)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (BF):

Svo hljóðandi bréf hafa borizt: „Reykjavík, 15. jan. 1968.

Gils Guðmundsson, 5. þm. Reykn., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar eð ég verð erlendis, þegar Alþingi kemur saman hinn 16. þ. m., leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess, að varamaður Alþb. í Reykjaneskjördæmi, Karl Sigurbergsson skipstjóri, taki sæti mitt á Alþingi, meðan ég verð fjarverandi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt, með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Jónas G. Rafnar,

forseti efri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Þá hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 15. jan. 1968.

Björn Jónsson, 4. þm. Norðurl. e., hefur í dag sent mér eftirfarandi símskeyti:

„Þar sem ég get ekki mætt til starfa á Alþingi næstu tvær til þrjár vikur vegna annarra skyldustarfa, óska ég eftir, að varamaður minn, Hjalti Haraldsson oddviti, taki sæti mitt á Alþingi þann tíma.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt, með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Jónas G. Rafnar,

forseti efri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Og enn fremur:

„Reykjavík, 15..jan. 1968.

Skúli Guðmundsson, 1. þm. Norðurl. v., hefur sent mér eftirfarandi símskeyti:

„Þar sem ég get ekki sinnt þingstörfum fyrst um sinn vegna annarra starfa, óska ég fjarvistarleyfis og að varamaður verði kvaddur til að taka sæti mitt á Alþingi næstu tvær vikur.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Sigurður Bjarnason,

forseti neðri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Og loks:

„Reykjavík, 15. jan. 1968.

Páll Þorsteinsson, 2. þm. Austf., hefur ritað mér á þessa leið:

„Vegna nauðsynlegra starfa heima fyrir get ég ekki sinnt þingstörfum næstu vikur. Leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. nr. 52 1959, um kosningar til Alþingis, að óska þess, að 1. varaþm. Framsfl. í Austurlandskjördæmi, Tómas Árnason hrl., taki á meðan sæti mitt á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Jónas G. Rafnar,

forseti efri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Kjörbréf 1. varamanns Framsfl. í Norðurl. v., Jóns Kjartanssonar, hefur áður verið rannsakað, og tekur hann nú sæti á þinginu sem varamaður Skúla Guðmundssonar eða sem 1. þm. Norðurl. v. Býð ég hann velkominn á ný til þingstarfa. Kjörbréf annarra varamanna, sem um ræðir í þeim bréfum, sem ég hef nú lesið, hafa ekki verið rannsökuð áður, og vil ég biðja hv. kjörbréfanefnd að taka bréfin til rannsóknar. Á meðan verður gert fundarhlé. — [Fundarhlé.]