31.01.1968
Sameinað þing: 32. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 2197 í B-deild Alþingistíðinda. (2015)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Karl Guðjónsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur rannsakað kjörbréf Ragnars Arnalds, en það er útgefið af landskjörstjórn til handa 2. varamanni landsk. þm. Alþb., — 1. landsk. varaþm. Alþb., Hjalti Haraldsson, situr þegar á þingi — og leggur kjörbréfanefnd eindregið til, að kjörbréfið sé tekið gilt og að dvöl Ragnars Arnalds á þingi samkv. þessu kjörbréfi verði tekin gild.