01.02.1968
Sameinað þing: 33. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 2198 í B-deild Alþingistíðinda. (2018)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Pálmi Jónsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur fjallað um kjörbréf Þorsteins Gíslasonar skipstjóra, 2. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavíkurkjördæmi, og mælir einróma með samþykkt þess. Eins og fram kom í bréfi hæstv. forseta Nd., sem lesið var hér áðan, dvelst 1. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavík erlendis um þessar mundir og getur ekki að þessu sinni tekið sæti á Alþingi.

Ég leyfi mér því, herra forseti, að leggja til fyrir hönd n., að kjörbréf Þorsteins Gíslasonar skipstjóra verði samþ. og kosning hans sem 2. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavíkurkjördæmi gild tekin.