15.02.1968
Sameinað þing: 39. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 2204 í B-deild Alþingistíðinda. (2036)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Eins og kunnugt er, hefur Matthías Bjarnason, hv. 4. þm. Vestf., óskað þess að hverfa af þingi vegna veikinda og enn fremur, að við sæti hans taki 2. varamaður Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, Ásmundur B. Olsen oddviti. Kjörbréf hefur legið fyrir kjörbréfanefnd og hefur hún ekkert við það að athuga. Þess má geta, að 1. varamaður flokksins í þessu kjördæmi hefur þegar tekið sæti á þingi.

Kjörbréfanefnd hefur samþ. að mæla með því, að kosning þessa þm. verði metin gild og kjörbréfið samþ.