15.02.1968
Sameinað þing: 39. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 2204 í B-deild Alþingistíðinda. (2038)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Sigurður Ingimundarson, hv. 1. landsk. þm., hefur óskað þess, að varamaður taki sæti í hans stað vegna fjarveru hans um hálfs mánaðar skeið, og enn fremur óskað þess, að sæti hans taki Unnar Stefánsson viðskiptafræðingur, sem er 1. varamaður landsk. þm. Alþfl. Kjörbréf Unnars Stefánssonar hefur legið fyrir n. til athugunar og hefur n. ekkert við það að athuga og gerir því till. um það, að kosning Unnars Stefánssonar verði metin gild og kjörbréfið samþ.