05.03.1968
Sameinað þing: 42. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 2206 í B-deild Alþingistíðinda. (2047)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til meðferðar bréf það, sem hér var áður upp lesið frá forseta Ed., vegna fjarvista Karls Guðjónssonar, 6. þm. Sunnl., ásamt skeytum frá 1. og 2. varaþm. á lista Alþb. í Suðurlandskjördæmi svo og kjörbréfi útgefnu til handa Jónasi Magnússyni bónda að Strandarhöfði, Vestur-Landeyjum, Rangárvallasýslu, sem 3. varaþm. Alþb. í Suðurlandskjördæmi. Kjörbréfanefnd vill benda á, að kjörbréfið er aðeins undirritað af einum yfirkjörstjórnarmanni, en það kom fram í skýrslum, að hér er um að ræða 3. varaþm. og sá, er undirritar kjörbréfið, er oddviti yfirkjörstjórnar, Freymóður Þorsteinsson.

Kjörbréfanefnd leggur til, að kosningin verði tekin gild og kjörbréfið samþ.