20.04.1968
Efri deild: 100. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 2226 í B-deild Alþingistíðinda. (2129)

Starfslok deilda

Páll Þorsteinsson:

Ég vil leyfa mér að þakka hv. forseta hlý orð og árnaðaróskir í garð okkar þm. Ég veit, að ég mæli það í nafni allra þingdeildarmanna, þegar ég ber fram þakkir til hæstv. forseta fyrir góða samvinnu á þingi því, sem nú er að ljúka, og réttláta fundarstjórn. Ég óska hæstv. forseta og fjölskyldu hans allra heilla, og ég vona, að við hittum hann hér, glaðan og hraustan, þegar næsta samkoma Alþingis hefst. Ég vil biðja hv. þdm. að taka undir þessar óskir mínar með því að rísa úr sætum. [Dm. risu úr sætum.]