12.02.1968
Neðri deild: 60. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 111 í C-deild Alþingistíðinda. (2169)

86. mál, hægri handar umferð

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Ég hef lengi verið meðmæltur því, að hægri handar umferð yrði tekin upp hér á landi. Hins vegar hefði ekkert verið á móti því, að fram hefði farið þjóðaratkvgr. um málið. Ég er almennt fylgjandi því, að þjóðaratkv. sé oftar leitað en nú er gert. En till. um þjóðaratkv. átti og varð að koma fram fljótlega eftir samþykkt l. um hægri handar aksturinn. Nú eru bráðum 2 ár liðin, síðan þessi ákvörðun var tekin. Till. um þjóðaratkv. nú er allt of seint fram komin. Allir opinberir aðilar og hundruð einkaaðila hafa lengi treyst á, að breytingin yrði framkvæmd, og gert stórfelldar ráðstafanir í samræmi við það. Alþingi gat lagt málið undir þjóðardóm í fyrra eða hittiðfyrra, en ekki nú. Ég segi því nei.