12.02.1968
Neðri deild: 60. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 680 í C-deild Alþingistíðinda. (2480)

126. mál, stjórnarskipunarlög

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð um aukaatriði. Það, sem ég vísaði til í 3. gr. frv., þegar ég var að tala um þjóðaratkvgr., er 3. mgr. gr., en ekki 2. En í 3. mgr. gr. stendur: „Fjórðungur þm. eða fjórðungur kosningabærra manna getur með skriflegri beiðni til forsrh. krafizt þess, að leitað sé álits þjóðarinnar um tiltekið málefni.“ Og auðvitað gátu þeir, sem hér áttu hlut að, farið fram á það, að leitað yrði álits þjóðarinnar um það, hvort vera ætti hægri umferð eða vinstri umferð hér á landi án tillits til þess, hvort fyrir lá frv. eða ekki. Þeir, sem slíka ósk bera fram, ákveða auðvitað sjálfir, hvort þeir telji það of seint eða ekki.