26.03.1968
Neðri deild: 82. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 729 í C-deild Alþingistíðinda. (2531)

169. mál, áfengislög

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Ég vil aðeins taka fram út af þessari síðustu fsp., að ég er samþykkur í öllum aðalatriðum þessu frv., sem hér er flutt, og það, að ég óskaði eftir, að n. athugaði flutning málsins, fannst mér vera vegna forsögu málsins og afskipta þingsins af því, og að það ætti að koma fram, hvort þn. vildi taka málið upp eða ekki. Ég skal ekki eyða fleiri orðum um þetta að sinni. Ef inn í afgreiðslu málsins fléttast einhver atriði, sem menn vildu breyta í einu eða öðru tilfelli, sem ekki skipta meginmáli, þá er ég auðvitað eðli málsins samkv. til viðræðu um það eða rn., en í meginatriðum fylgi ég þessu frv.