06.03.1968
Sameinað þing: 43. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í D-deild Alþingistíðinda. (2591)

78. mál, utanríkisráðuneyti Íslands

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Út af þessari fsp. hv. þm. vildi ég á þessu stigi

aðeins skýra frá því, að innan mjög fárra daga er að vænta frv. hér á Alþingi í sambandi við aðgerðir þær, sem ríkisstj. hefur fyrirhugað vegna þeirrar nauðsynjar að hækka ríkisútgjöld allverulega á þessu ári svo sem áður hefur verið skýrt frá hér á Alþ. Það er rétt, að í sambandi við það mál hefur utanríkisþjónustan komið til athugunar eins og mörg önnur atriði í ríkisbúskapnum. Ég tel hins vegar ekki rétt á þessu stigi að skýra endanlega frá því, hvaða till. eru uppi um það efni, en eins og ég áðan sagði, má ganga út frá því, að þetta frv. verði lagt hér fyrir Alþ. nú alveg næstu daga, og mun þá verða gerð grein fyrir því í einstökum atriðum, hvaða sparnaðaráform eru uppi, bæði varðandi utan­ ríkisþjónustuna og aðra þætti ríkisbúskaparins.