18.03.1968
Neðri deild: 76. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í D-deild Alþingistíðinda. (2599)

111. mál, rekstur fiskibáta

Frsm. (Lúðvík Jósefsson):

Herra forseti. Till. sú til þál., sem er hér á þskj. 242, hefur verið til athugunar í sjútvn., og eins og fram kemur í nál. sjútvn. á þskj. 361, leggur n. til, að till. verði samþ. með nokkrum breytingum. En þær breytingar koma fram í nál. N. var sammála um, að það væri rétt og nauðsynlegt, að fram fari sú athugun, sem óskað er eftir, að gerð verði með þessari till., þ.e.a.s., að ríkisstj. láti fara fram athugun á því,hversu margir fiskibátar í landinu muni ekki verða gerðir út á komandi vetrarvertíð vegna fjárhagsörðugleika Það er vitað, að það hefur æði oft verið þannig og í vaxandi mæli nú í seinni tíð, að þó nokkuð af rekstrarhæfum fiskibátum hafa legið og ekki verið notaðir. Þetta telur sjútvn., að sé rétt, að komi skýrt fram, hversu miklu þetta muni nema, hversu margir þessir bátar eru, sem verða að teljast fullkomlega rekstrarhæfir og sæmilega hentugir til útgerðar á vetrarvertíð og til þess þá, að hægt sé að gera viðhlítandi ráðstafanir til þess að koma þessum bátum í rekstur. Vitanlega er um það að ræða, að eitthvað af bátum liggur ónotað af þeim ástæðum, að þeir eru orðnir þannig á sig komnir, að þeir teljast ekki rekstrarhæfir eða eru ekki lengur orðnir hentugir til útgerðar í samkeppni við aðra. Þar stöndum við auðvitað frammi fyrir allt öðru vandamáli, sem sagt því að reyna þá að finna einhver ný verkefni handa slíkum bátum eða þá það verður að yfirgefa þá með öllu. En þar sem um hitt er að ræða, að vel rekstrarhæfir bátar og hentugir bátar liggja ónotaðir af fjárhagserfiðleikum viðkomandi eigenda eða af öðrum hliðstæðum ástæðum, þá telur sjútvn., að það sé rétt að fá athugun á slíku, til þess þá að hægt sé að gefa sig að því að reyna að ráða þar bót á.

Sjútvn. lagði til í sinni till., að meginmál till. eða 1. mgr. yrði samþ. eins og hún lá fyrir, en n. taldi rétt að gera nokkrar orðalagsbreytingar á seinni mgr.. og kemur það fram í till. n., þar sem ýmsum nm. í sjútvn. þótti, að í upphaflegu till. væri tekið óþarflega ákveðið til orða um það, hvað ríkisstj. ætti að gera til þess að beita sér fyrir því, að rekstur þessara báta gæti hafizt. Menn töldu sem samt, að rétt væri að lina þarna nokkuð á orðalagi, því að það yrði að koma í Ijós síðar, hvað rétt þætti að gera í hverju einstöku tilfelli.

Eins og fram kemur í nál. sjútvn., skrifuðu tveir af nm. undir nál. með fyrirvara, en voru þó sammála í öllum aðalatriðum þessari afgreiðslu n. Þessir tveir nm. hafa nú flutt hér brtt., sem þeir gera að sjálfsögðu grein fyrir, á sérstöku þskj., þskj, 385, en mér þykir rétt hér um leið og ég geri grein fyrir till. sjútvn. að geta þess, að hér er um svo smávægilega breytingu að ræða frá þeirri till., sem sjútvn. gerir, að ég hygg að sjútvn. öll hefði vel getað fallizt á það orðalag, sem fram kemur í brtt. á þskj. 385, og ég hef m.a. borið þessa breytingu undir flm. till., hv. 6. landsk. þm.. og hann getur fyrir sitt leyti algerlega fallizt á þessa breytingu. Og ég hef náð tali af nokkrum mönnum úr sjútvn., sem sömuleiðis geta fallizt á að samþykkja þá brtt., sem er á þskj. 385 um þetta sama efni, en þar er aðeins um minni háttar frávik í orðalagi og varðandi verkefni frá því, sem lagt er til í meginmáli till. Það er því sem sagt till, sjútvn., að þessi þáltill. verði samþ. og ef flm.brtt. á þskj. 385 halda sig fast við hana, mun sjútvn. geta fallizt á það að afgreiða till. á þann hátt, að sá hluti till. verði samþ. eins og þar segir, en till. síðan afgreidd í heild með því orðalagi, sem sjútvn. hafði gert ráð fyrir í sínum till.