27.03.1968
Sameinað þing: 47. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í D-deild Alþingistíðinda. (2747)

160. mál, náttúruvernd, friðun Þingvalla og þjóðgarða

Frsm. (Bragi Sigurjónsson):

Herra forseti. Till. sú, sem hér er til afgreiðslu, fjallar um náttúruvernd, friðun Þingvalla og þjóðgarða, og er flutt af allshn. sem afgreiðsla n. á tveimur till. til þál, sem n. bárust til afgreiðslu, till. á þskj. nr. 6, sem fjallar um náttúruvernd og ráðstafanir til þess, að almenningur eigi aðgang að heppilegum stöðum til útivistar og náttúruskoðunar, og till. til þál. um endurskoðun á í um friðun Þingvalla, þskj. 26. N. ræddi þessar till. á tveimur eða þremur fundum sínum og sendi þær auk þess til umsagnar Náttúruverndarráði, Þingvallanefnd, Ferðafélagi Íslands og Hinu íslenzka náttúrufræðafélagi. Af umsögnum, sem bárust, virtist það koma greinilega fram, að þess var óskað, að l. um náttúruvernd og l. um friðun Þingvalla yrðu endurskoðuð og endurbætt, ef þess yrði kostur. Jafnframt var það ósk þeirra aðila, sem svöruðu, að þeir fengju aðild að endurskoðuninni, og það varð niðurstaða allshn., að vísast yrði þetta auðveldast í meðförum á þann hátt, sem hér er lagt til, að ríkisstj. yrði falið að sjá um endurskoðunina og gæti þá komið því að,að leita umsagnar og aðstoðar þeirra aðila, sem hefðu hug á að fjalla um þessi mál.

Okkur virtist höfuðtilgangur till. að fá þessa endurskoðun fram, og því er till. orðuð svo hér, að þessi tvenn l. verði endurskoðuð og endurskoðunin miði að því að auka náttúruvernd og auðvelda almenningi aðgang að heppilegum stöðum til útivistar og náttúruskoðunar og verk og valdssvið Náttúruvernd­ arráðs og Þingvallanefndar verði skilgreind sem gleggst. Ég vísa svo til grg., sem fylgdi till, allshn., og vonast til, að þingið geti orðið sammála um að afgreiða þessa þáltill.