17.04.1968
Sameinað þing: 52. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 123 í D-deild Alþingistíðinda. (2757)

160. mál, náttúruvernd, friðun Þingvalla og þjóðgarða

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Eins og hv. frsm. allshn. tók fram, var samkomulag í n. um að mæla með till. á þskj. 366, um náttúruvernd, friðun Þingvalla og þjóðgarða, þó þannig, eins og hann líka gat um, að við tveir nm. áskildum okkur rétt til að fylgja brtt. eða flytja. Við gerðum þennan fyrirvara vegna þess, að við vildum freista þess að flytja nýja brtt., sem vænta mætti, að samkomulag geti tekizt um, bæði við flm. till. á þskj. 450 og aðra Þessa brtt. höfum við nú leyft okkur að flytja. Hún er á þskj. 544 og er um það, að við tillgr bætist:

„Á meðan endurskoðun l. um friðun Þingvalla fer fram, verði ekki leyfðar nýbyggingar sumarbústaða á Þingvallasvæðinu.“

Þetta er í rauninni óbreytt orðalag, sem n., þ.e.a.s. allshn. sjálf, hafði tekið upp í grg. till., þar sem stendur, með leyfi hv. forseta:

„Ríkjandi skoðun var í n., að æskilegt væri, að ekki væru leyfðar nýbyggingar sumarbústaða á Þingvallasvæðinu, meðan endurskoðun l. um friðun Þingvalla færi fram.“

Þetta var orðalag, sem n. hafði þegar staðið að, og við nánari athugun sýndist okkur rétt að gera till. um, að þetta, sem nú er í grg. till., verði tekið fram í sjálfri till. Við urðum þess varir, sem raunar hefur nú komið fram í umr., að hv. þm., sem stendur að till. á þskj. 450, taldi sig eftir atvikum geta fallizt á það til samkomulags, ef þessi brtt. yrði samþ., að taka aftur sína till., sem hann reyndar hefur nú staðfest. Hv. fyrri flm. brtt., hv. 4. landsk. þm., er ekki á fundi vegna velkinda. Þess vegna hef ég leyft mér að mæla fyrir brtt. fyrir okkar hönd og vænti þess, að hún valdi ekki ágreiningi.