19.03.1968
Neðri deild: 78. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 495 í D-deild Alþingistíðinda. (3013)

134. mál, nefnd til að rannsaka ýmis atriði herstöðvamálsins

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Ég tel, að þessi till. sé ekki aðgengileg, en ég álít rétt, að hún fái þinglega meðferð á þann hátt, að umr. verði frestað og till. vísað til allshn., eins og ég skildi, að 1. flm. hefði lagt til, en hafi ég misskilið það, vil ég gera það að till. minni, að sá háttur verði á hafður.

Till. fjallar um ýmsa þætti varnarmálanna, mætti segja en þau mál eru þannig vaxin, að þau þarfnast ýtarlegrar endurskoðunar miðað við ný viðhorf og okkar eigin reynslu.

Framsfl. hefur gert ýtarlegar ályktanir um þessi efni og í hvaða, stefnu sú endurskoðun varnarmálanna eigi að ganga að hans dómi og er það öllum kunnugt, og mun ég ekki rekja það hér nú.

Ég mundi telja skynsamlegt að freista þess, að þessi till. yrði skoðuð í n. og leitað samtaka um að breyta henni í það horf, að það gæti leitt til samstarfs um endurskoðun varnarmálanna því að þó að það skipti miklu, hvað gerzt hefur, skiptir þó enn meira máli, hvað gert verður.