07.02.1968
Sameinað þing: 34. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 616 í D-deild Alþingistíðinda. (3129)

109. mál, bandaríska sjónvarpið

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein) :

Herra forseti. Mér finnst nú þetta hálfbroslegir tilburðir satt að segja, sem hér eiga sér stað í sambandi við þetta sjónvarpsmál, en alveg að sérstaklega gefnu tilefni, þar sem lesin var hér upp forustugrein úr Alþýðublaðinu um, að tveir möguleikar væru aðeins fyrir hendi, ef þessi lokun, sem nú hefur verið reynd, dugar ekki, þ.e. hreinlega að loka sjónvarpinu eða setja lokað kerfi, þá vildi ég benda á, og sérstaklega formanni útvarpsráðs, að það kann að vera til þriðja leiðin. Og það væri sú leið, að útvarpið, sem hefur ágæta aðstöðu til þess, léti fara fram skoðanakönnun hjá þeim, sem sjónvarp eiga. hver vilji almennings væri í þessu efni, og síðan væru hinar endanlegu ákvarðanir teknar.