07.02.1968
Sameinað þing: 34. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 620 í D-deild Alþingistíðinda. (3133)

109. mál, bandaríska sjónvarpið

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins segja það, sem ég reyndar hef aldrei farið neitt dult með, en vil endurtaka einu sinni enn, að ég hef ætíð verið mikill áhugamaður um það, að erlenda sjónvarpið yrði bundið við varnarstöðina eina í Keflavík. Ég hef aldrei farið dult með þetta og haft mikinn áhuga fyrir því, að málum yrði komið þannig fyrir. Ég vil mega treysta því, samkv. þeim yfirlýsingum, sem hæstv. utanrrh. las, að þessu verði nú komið í það horf, svo að ekki verði um deilt.