16.10.1967
Neðri deild: 3. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 632 í B-deild Alþingistíðinda. (505)

4. mál, innheimta gjalda með viðauka

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Frv. þetta er um framlengingu ýmissa gjalda með viðauka. Hér er um að ræða gjöld, sem um langt árabil hafa verið framlengd ár frá ári og ekki um neinar breytingar að ræða frá þeim gjöldum, eins og þau eru samkv. núgildandi l. Sé ég því ekki ástæðu til þess að gera frv. frekar að umræðuefni, en legg til, að því verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og fjhn.