12.02.1968
Efri deild: 53. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 688 í B-deild Alþingistíðinda. (560)

121. mál, tollskrá o.fl.

Sveinn Guðmundsson:

Herra forseti. Hæstv. 11. þm. Reykv. hefur hér fellt nokkuð úr samhengi það, sem ég sagði áðan. Hana kvaðst efast um það, sem ég sagði, að tollbreyting á fatnaði gerði meira en vega upp á móti lækkun fatnaðarins, og vísaði þar í bls. 17 í grg. með frv. En hann stoppaði í miðri setningu, eða svo til. Ef hann hefði lesið áfram, stendur hér:

„Sýnilegt er, að ýmsar greinar iðnaðar eru mun betur settar eftir gengisbreytinguna en áður“, og þar með einnig vegna þessara breytinga.

Hann skar líka úr samhengi hér annað, sem ég sagði, og efaðist um, að málmiðnaður hefði nokkurn hag af þessari tollabreytingu og taldi hana smávægilega, þar sem hér væri aðeins um 14 millj. að ræða. En það, sem ég sagði hér áðan, var það, að ég liti ekki á þessar tollabreytingar aðeins sem fjárhagsatriði, heldur einnig sem mikilsverða stefnuyfirlýsingu hæstv. ríkisstj. og það er aðalatriðið. Svo skal ég ekki orðlengja þetta meira.