04.04.1968
Efri deild: 81. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 996 í B-deild Alþingistíðinda. (879)

152. mál, dýravernd

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Eins og fram kemur í aths. við þetta lagafrv., er það flutt vegna tilmæla frá Sambandi dýraverndunarfélaga. Ósk Sambandsins var reyndar sú, að lagt yrði algert hann við rekstri hvala á land, en hins vegar felst það ekki í frv., hvorki eins og það upphaflega var né heldur eins og það er eftir breyt., sem á því hefur orðið í Nd., en hins vegar eru býsna ströng ákvæði um skilyrði þess, að leyfilegt sé að reka hvali á land.

Meðan þetta frv. var til meðferðar í hv. Nd., barst menntmn. þeirrar d. erindi frá Sambandi dýraverndunarfélaga, og það var reyndar aðalefni þess erindis, að rekstur hvala á land yrði bannaður, en varatill. var einnig frá Sambandinu um orðalag á niðurlagi 1. gr. frv., og tók menntmn. varatill. upp og flutti sem brtt. við 1. gr. frv. Var sú brtt. samþ., og liggur nú 1. gr. frv., þannig breytt, fyrir á þskj. 399. Menntmn. þessarar d. hefur haft frv. til athugunar og mælir með samþ. þess, en eins og fram kemur í nál. á þskj. 502, var einn nm., hv. 5. þm. Reykn., fjarverandi, þegar málið var afgr. í n.