17.01.1968
Efri deild: 41. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1141 í B-deild Alþingistíðinda. (987)

82. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Ólafur Jóhannesson:

Herra forseti. Ég hafði nú ekki ætlað mér að fara að ræða mikið um einstök sveitarfélög hér, af því að ég tel vænlegra að ræða það við ráðh. á sínum stað og vænti þess nú enn, að leiðrétting fáist á þessu máli, sem hér er um að ræða. En ég vil þó segja það, að hjá mér er ekki um neinn misskilning í þessu efni að ræða. Ég hef gögn þessa máls hér við höndina og í bréfi kemur alveg skýrt fram, á hverju neitunin var byggð. Og hún var ekki byggð á þessu, sem hæstv. ráðh. vildi vera láta, heldur á tilvitnun til verðstöðvunarlaganna. Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fara að ræða þetta mál hér frekar að sinni.