25.04.1969
Neðri deild: 81. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 963 í B-deild Alþingistíðinda. (1059)

189. mál, eyðing refa og minka

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Vegna þessarar brtt., sem hv. landbn. hefur flutt og er sammála um, tel ég rétt að taka það fram, að ég hef rætt þetta mál við þá menn, sem hafa með það að gera að eyða refum og minkum, og hafa þeir talið, að það væri nauðsynlegt að fá heimild inn í l. í þessu formi. Þeir hafa einnig fullyrt, að það mætti framkvæma eitrunina með þeim hætti, að það kæmi ekki að sök fyrir fugla eða önnur dýr, sem ekki er æskilegt að granda. Og með tilliti til þess tel ég, að það sé rétt að samþykkja þessa brtt. um leið og ég tel sjálfsagt, að heimildin verði gefin aðeins að vel athuguðu máli og nákvæmlega fylgzt með því, að vel sé gert, þegar um eitrunina er að ræða.