14.12.1968
Neðri deild: 29. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 990 í B-deild Alþingistíðinda. (1124)

117. mál, Háskóli Íslands

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Ég skal ekki fara að lengja hér umr., en það er tvennt, sem mig langar að spyrja um. Ber að s`kilja þetta frv. þannig, ef að lögum verður, að þegar að því kemur, að Einar Bjarnason ríkisendurskoðandi fellur frá, verði embættið lagt niður? Ég skil það svo í lagagreininni, að það sé eingöngu bundið við hans nafn og væri þá þar með úr sögunni við það, að hann félli frá fyrir aldurs sakir eða á annan hátt. Í öðru lagi: Er þetta það embætti, sem Háskóli Íslands sækir helzt eftir, að nú verði bætt við í hans verkefnaskrá?