02.05.1969
Neðri deild: 87. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1105 í B-deild Alþingistíðinda. (1195)

233. mál, bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Hv. þm. eiga hér við erfiða þraut að glíma. Ég hef hugboð um, að það kynni að vera æskilegt, að hv. sjútvn. gæfist kostur á því að athuga nokkru nánar viss atriði í frv. á grundvelli þeirra aths., sem fram hafa komið, og kynni það e.t.v. að laða eitthvað frekar saman skoðanir manna. Ég vildi því mega mælast til þess við hæstv. forseta, að umr. um málið yrði nú frestað.