06.05.1969
Neðri deild: 89. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1142 í B-deild Alþingistíðinda. (1223)

233. mál, bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu

Geir Gunnarsson:

Herra forseti. Ég er í mörgum atriðum samþykkur þeim auknu togveiðiheimildum, sem í þessu frv. felast, en hins vegar tel ég, að á einstaka stöðum við landið, m.a. á mikilvægum uppeldisstöðvum fisks, sé allt of langt gengið. Ég get ekki staðið að lagasetningu, sem í eru fólgin slík ákvæði, og segi nei.