02.05.1969
Neðri deild: 87. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1203 í B-deild Alþingistíðinda. (1271)

222. mál, ríkisreikningurinn 1967

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Þessari spurningu er mjög einfalt að svara. Að sjálfsögðu hafa embættismennirnir skilað vöxtum, vegna þess að þeir hafa enga heimild til þess að eigna sér vexti af þessu fé, það er ekki þeirra fé, það er fé embættanna, og þess vegna skiptir það ekki öllu máli, hvort það er á nafni ríkissjóðs eða viðkomandi embættis. Ég tel, að það væri óeðlilegt með öllu, að ríkissjóður væri með reikninga, sem tilteknir embættismenn hefðu svo öll ráð yfir. heldur eigi það að vera á ábyrgð viðkomandi embættismanns. Það eru ákveðin fyrirmæli um það, að allir slíkir reikningar skuli vera á nafni embættanna, en ekki einkareikningum viðkomandi innheimtumanna, og vitanlega ganga allir slíkir vextir til ríkissjóðs.