13.05.1969
Efri deild: 94. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1230 í B-deild Alþingistíðinda. (1309)

234. mál, mat á sláturafurðum

Frsm. (Steinþór Gestsson):

Herra forseti. Landbn. hefur orðið sammála um að leggja til, að frv. það, sem hér er til umr., verði samþ. óbreytt, en efni þess er það eitt að framlengja um 2 ár þann frest, sem sláturhúsum er gefinn til þess að endurbæta aðstöðu við slátrun og meðferð sláturafurða, svo að þau fullnægi fyllstu kröfum til löggildingar. Á undanförnum árum hefur verið unnið mikið starf á þessu sviði, en það hefur komið í ljós, að hér var meira verk að vinna en ætlað var, og er einsætt, að þörf er á, að til þessara verka fáist rýmri tími en ætlaður var til þess í upphafi. Því er þetta frv. flutt, og landbn. mælir einróma með, að það verði samþ. óbreytt.