12.05.1969
Neðri deild: 93. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1385 í B-deild Alþingistíðinda. (1497)

216. mál, lán vegna framkvæmdaáætlunar 1969

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Ég tel, að tvímælalaust beri að gera allt, sem unnt er, til að hefja byggingarframkvæmdir við stækkun Fæðingardeildar Landspítalans. En með skírskotun til yfirlýsingar heilbrmrh. við umr. í Sþ. um þetta mál s.l. fimmtudag, að framkvæmdir við bygginguna geti ekki hafizt fyrr en á næsta ári, tel ég ástæðulaust að taka 20 millj. kr. lán á framkvæmdaáætlun yfirstandandi árs og segi nei.