10.04.1969
Neðri deild: 74. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1408 í B-deild Alþingistíðinda. (1522)

159. mál, kjarasamningar opinberra starfsmanna

Forseti (SB):

Ég vil vekja athygli hv. form. fjhn. á því, að það er nú mjög liðið á þing og lögð áherzla á það að hraða afgreiðslu mála, þannig að mjög erfitt er um vik að fresta umr. um einstök mál. Þar að auki má benda á það, að hv. fjhn. hefur haft ærinn tíma til þess að rannsaka það erindi, sem henni hefur borizt. Engu að síður verður nú orðið við þeirri ósk að fresta umr. um málið og taka það út af dagskrá, en það verður tekið á dagskrá á næsta fundi hv. þd.