20.02.1969
Efri deild: 48. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1437 í B-deild Alþingistíðinda. (1576)

138. mál, Vestfjarðaáætlun og Norðurlandsáætlun

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Um grg. í því frv., sem hér liggur fyrir, vildi ég leyfa mér að vísa til framsöguræðu hæstv. fjmrh. við 1. umr. málsins. Ég get raunar tekið undir þau ummæli, sem hv. 3. þm. Norðurl. v. lét falla við 1. umr. málsins, að með tilliti til þeirra miklu örðugleika, sem við eigum við að etja í utanríkisverzlun okkar, ber að hafa alla gát á varðandi nýjar erlendar lántökur. Á hinn bóginn má gera sér vonir um, að ef vel tekst með þessar áætlanir, sem hér er um að ræða, geti notkun þessa fjármagns leitt af sér aukin framleiðsluafköst og aukna gjaldeyrisöflun. Og eins og nál. á þskj. 270 ber með sér, þá var nefndin sammála um það að leggja til, að frv. yrði samþ. óbreytt, en eins og fram kemur í nál., voru tveir hv. nm. fjarstaddir, þegar málið var afgr.

Herra forseti. Ég legg því til, að frv. verði samþ. óbreytt og því vísað að lokinni þessari umr. til 3. umr.