16.05.1969
Neðri deild: 95. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1445 í B-deild Alþingistíðinda. (1587)

138. mál, Vestfjarðaáætlun og Norðurlandsáætlun

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Fjhn. þessarar hv. d. hefur haft fjv. það, sem hér er á dagskrá, til athugunar, og eins og fram kemur á þskj. 744, mælir nefndin með því, að frv. verði samþ. Hins vegar áskilja einstakir nm. sér rétt til að flytja eða fylgja brtt. og þrír nm. mæla með frv. með fyrirvara. Eins og fram kemur og á þskj. 733, 734, 735 hafa komið fram brtt. frá einstökum nm. Við athugun málsins í fjhn. kom til fundar við nefndina fulltrúi í Efnahagsstofnuninni, Pétur Eiríksson, sem gaf nefndinni upplýsingar. Síðan fjhn. afgreiddi málið, hefur hér á hv. Alþ. verið útbýtt skýrslu um Vestfjarðaáætlun, sem hv. þm. hafa fengið. Við athugun frv. var aflað upplýsinga samkv. ósk um lánakjör og voru nm. afhent þau gögn til athugunar.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar um málið. Eins og ég gat um, mælir nefndin með því, að það verði samþ.; nokkrir nm. með fyrirvara.