16.05.1969
Neðri deild: 95. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1449 í B-deild Alþingistíðinda. (1590)

138. mál, Vestfjarðaáætlun og Norðurlandsáætlun

Steingrímur Pálsson:

Herra forseti. Við 1. þm. Vestf. höfum leyft okkur að bera fram brtt. á þskj. 755. Á eftir orðinu „sveitaheimili“ komi: í Strandasýslu og. Þetta er brtt. við brtt. á þskj. 733. Strandasýsla er í Vestfjarðakjördæmi, en hefur ekki komið undir svo kallaða Vestfjarðaáætlun, en hún á að koma eins og kunnugt er undir Norðurlandsáætlunina, og þessi brtt. er aðeins til að undirstrika þetta atriði.