05.05.1969
Efri deild: 85. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1537 í B-deild Alþingistíðinda. (1642)

228. mál, fyrirtækjaskrá

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Ég verð nú að gera þá játningu fyrir hönd fjhn., að hún hefur ekki haft möguleika á að kanna þetta mál svo sem æskilegt hefði verið. Hins vegar lítur nefndin þannig á, að hér sé um nauðsynlegt mál að ræða, þannig að frv., ef samþykkt verður, auðveldi mjög söfnun ýmiss konar hagskýrslna frá því sem áður hefur verið. Með tilliti til þessa hefur nefndin lagt til eða þeir nm., sem staddir voru á fundi, þegar málið var afgreitt, að frv. verði samþykkt óbreytt, sbr. nál. á þskj. 627.