16.05.1969
Neðri deild: 95. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1569 í B-deild Alþingistíðinda. (1690)

223. mál, verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

Frsm. meiri bl. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Fjhn. þessarar hv. deildar hefur haft frv. þetta til meðferðar, en ekki orðið sammála um afgreiðslu frv. Eins og fram kemur á þskj. 732, mælir meiri hl. með samþykkt þess, einn hv. þm., 4. þm. Austf., með fyrirvara. Minni hl. mælir með frv. með brtt., sem fram kemur á þskj. 751.

Frv. þetta kemur frá hv. Ed. og var afgreitt þar með nokkrum breytingum, sem varða auglýsingar eða viðvörun; sem á vindlingapökkurri skuli vera og veki athygli neytanda á þeim skaða, sem neyzla tóbaks getur leitt af sér. Auk þess er breyting varðandi hlutfall á milli álagningar vindlinga og smávindla, þ.e.a.s. eins og fram kemur í 3. gr. frv.

Við afgreiðslu málsins í nefnd var óskað eftir því, að upplýsingar væru gefnar varðandi það tekjutap, sem ríkissjóður yrði fyrir varðandi lögfestingu þessa frv. Hv. þm. fengu í hendur bréf, sem Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins hafði sent fjmrn. varðandi mál þetta, og vonast ég til þess, að þeir hafi þar fengið þær upplýsingar, sem þeir óskuðu eftir.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fjölyrða um frv., en eins og fram kemur í nál. mælir meiri hl. með því að frv. verði samþykkt.