16.05.1969
Neðri deild: 95. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1571 í B-deild Alþingistíðinda. (1692)

223. mál, verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. Ég hef skrifað undir nál. meiri hl. fjhn. með fyrirvara. Fyrirvari minn er bundinn við það, að ég er á móti því að fella út úr gildandi lögum þau ákvæði, að ríkið hafi einkarétt á því að flytja til landsins og framleiða ilmvötn, hárvötn, andlitsvötn o.s.frv., sem þar er upp talið og gerð er grein fyrir í þessu frv. Ég tel rétt að halda þessu áfram eins og það hefur verið. Þetta mun hafa gefið einkasölu ríkisins nokkrar millj. króna í nettótekjur á ári, og ég sé enga ástæðu til þess að vera að færa þetta yfir til einhverra innflytjenda og gefa þeim þennan hagnað á þennan hátt. Mér sýnist allar líkur benda til þess, að það skipulag, að fela þetta öðrum, hafi ekkert til góðs við sig, en hins vegar talsverða áhættu. Ég er því samþykkur þeirri till., sem flutt er á þskj. 751. en get fallizt á ýmsar aðrar breytingar sem felast í þessu frv., en teldi þó, að það hefði gjarnan mátt ganga lengra en gert er með þessari áletrun varðandi sölu á sígarettum, því að mín skoðun er sú, að það hefði átt að lögbinda að banna með öllu allar auglýsingar um sígarettusölu, en það er ekki aðstaða til þess að fara að deila um það mál hér.

Ég hef þá gert grein fyrir mínum fyrirvara til málsins í aðalatriðum.