14.12.1968
Neðri deild: 29. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1633 í B-deild Alþingistíðinda. (1754)

112. mál, bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég skal ekki taka þátt í almennum deilum um málið hér, en að gefnu tilefni vildi ég benda á eftirfarandi fjögur atriði:

1. Drátturinn á skipun hinnar margumtöluðu landhelgisnefndar stafar einfaldlega af því, að tilnefning flokkanna allra lá ekki fyrir fyrr en daginn áður en n. var skipuð.

2. (Gripið fram í.) Hef ég málfrelsi hér í d.? Þá getið þið spurt að því með eðlilegum hætti. Ég skal taka það fram, að það stóð ekki á framsóknarmönnum, ef það nægir.

Að sjálfsögðu mun landhelgisnefnd starfa áfram að þeim verkefnum, sem henni voru upphaflega falin, þrátt fyrir samþykkt þessa frv., sem hér er til umr., og ég tel persónulega, að þessi bráðabirgðalausn, sem frv. felur í sér, gefi tíma til að vinna að haldbetri lausn málsins og þurfi þess vegna nauðsynlega að ná fram að ganga.

3. Að aðalnetasvæðið vestan Stokksness verði friðað fyrir togveiðum yfir netatímann.

4. Að við útgáfu veiðileyfa verði tekið tillit til nauðsynlegrar friðunar fyrir botnvörpu á svæðinu frá Rauðanúpi vestur að Gjögurtá.