17.04.1969
Neðri deild: 78. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1730 í B-deild Alþingistíðinda. (1957)

120. mál, áfengislög

Ingvar Gíslason:

Herra forseti. Ég er að meginstefnu talsmaður þess, að þjóðaratkvæðis sé leitað oftar og í fleiri málum en hér tíðkast. Allsherjaráfengisbanni var komið á hér á landi að afstaðinni þjóðaratkvgr. árið 1909. Áfengisbanni að undanskildu ölbanni var aflétt að afstaðinni þjóðaratkvgr. árið 1934. Það er í samræmi við íslenzka hefð og áfengislöggjöf að leita til þjóðarinnar í heild eða íbúa einstakra sveitarfélaga um það, hvort áfengi skuli selt í landinu eða einstökum sveitarfélögum eða ekki. Ég tel persónulega ekki bót að því að selja áfengt öl á Íslandi og mun í þjóðaratkvgr. greiða atkv. gegn afnámi ölbannsins, ef til slíkrar atkvgr. kemur. Hins vegar fæ ég ekki skilið þá meinbægni að ætla að hindra lýðræðislega kosningaraðferð, þegar hennar er kostur í viðkvæmu deilumáli, sem ekki er pólitísks eðlis. Þjóðin á að dæma í þessu máli milliliðalaust. Ég segi já.