17.04.1969
Neðri deild: 78. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1755 í B-deild Alþingistíðinda. (2050)

215. mál, sala landspildna úr landi Vífilstaða

Flm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Ég hef leyft mér á þskj. 460 að flytja frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. til þess að selja Garðahreppi landspildur úr landi Vífilsstaða. Frv. þetta er flutt, eins og fram kemur í grg., að beiðni hreppsnefndar Garðahrepps, og er um það að ræða, að landspildur úr landi Vífilsstaða verði seldar hreppnum. Landspildur þær, sem gert er ráð fyrir, að þar verði seldar, eru fyrir neðan væntanlegt vegarstæði, þar sem helzt er gert ráð fyrir, að Reykjanesbraut liggi eða rétt fyrir neðan Vífilsstaði.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða um frv., en legg til, að því verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og heilbr.- og félmn.