17.12.1968
Neðri deild: 32. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 213 í B-deild Alþingistíðinda. (206)

98. mál, ráðstafanir vegna landbúnaðarins

Landbrb. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Ég er nú feginn því, að fyrirvari hv. þm. byggist aðeins á þessu atriði, vegna þess, að það er ekkert nýtt, að alltaf þegar um meiri háttar mál er að ræða, þá er það venja í núv. ríkisstj., að ríkisstj. öll fjalli um þau. Að sjálfsögðu gerir sá ráðh. till. um málin, sem málin heyra undir, þannig var það einnig með gengishagnaðinn í fyrra, og ég get látið hv. fyrirspyrjanda vita af því, að um þetta mál hefur, enn sem komið er, ekki komið ágreiningur í ríkisstj.