17.12.1968
Neðri deild: 31. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 2147 í B-deild Alþingistíðinda. (2192)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Utanrrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Þessari fsp. háttv. þm. get ég svarað, án þess að hafa nokkuð getað undirbúið það, á þann hátt, að strax og ég sá þessa fregn í blöðum, þá spurðist ég fyrir um það hjá varnarmálanefnd, hvort þetta væri tilfellið, og var þá sagt, að maður hefði komið þarna til starfa sem yfirmaður verzlunarinnar nýr og ókunnugur, og sjálfsagt hefði hann gert þetta af ókunnugleika einum. Þessu er nú búið að kippa í lag, eftir því sem ég veit bezt.