05.05.1969
Neðri deild: 88. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 2183 í B-deild Alþingistíðinda. (2222)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Utanrrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Um það er enginn vafi og það fer ekkert á milli mála, að íslenzka ríkisstj. hefur eins og flestir aðrir fullkomna samúð með þeim mönnum og því fólki, sem hefur orðið að þola harðrétti af hálfu grísku stjórnarinnar, en hins vegar finnst okkur það ekki nema eðlilegt, úr því að málinu hefur verið vísað til meðferðar þessa dóms, að dómsorð liggi fyrir áður en til stórákvarðana kemur. Þetta er ekkert óljós afstaða hjá okkur eða óskýr, hún er alveg ljós, og á utanríkisráðherrafundinum í Kaupmannahöfn, sem haldinn var fyrir nokkrum dögum, tókum við þá afstöðu að fylgja algerlega till. Norðurlandaráðherranna.