05.11.1968
Sameinað þing: 7. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 2189 í B-deild Alþingistíðinda. (2234)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Karl Guðjónsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf Hjalta Haraldssonar. Það er útgefið af landskjörstjórn og kveður svo á, að hann sé 1. varamaður landsk. þm. Alþb. Hjalti Haraldsson hefur áður setið á þingi og þá hafði hann kjörbréf sem varamaður Alþb. í Norðurl. e., en nú liggur hér fyrir kjörbréf hans sem varamanns landsk. þm. N. hefur ekkert fundið athugavert við kjörbréfið og leggur til, að kosning hans sé tekin gild og kjörbréfið samþykkt.