25.11.1968
Neðri deild: 18. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 2191 í B-deild Alþingistíðinda. (2243)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (SB):

Forseta hefur borizt svo hljóðandi bréf: „Reykjavík, 23. nóv. 1968.

Þar sem ég vegna sérstakra anna mun ekki geta sótt þingfundi næstu vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að óska þess, að 2. varamaður landsk. þm. Alþb„ Ragnar Arnalds lögfræðingur, taki sæti á Alþingi í forföllum mínum.

Eðvarð Sigurðsson,

2. landsk. þm.

Kjörbréf Ragnars Arnalds hefur áður verið rannsakað, og býð ég hann velkominn til setu í hv. þd.